Skip to content

Grandaskólaappið

Í Grandaskóla appinu færðu greiðan aðgang að upplýsingum og skilaboðum frá skólanum.  Flestir flipar í appinu segja sig sjálfir (t.d. eru Fréttir samansafn af nýjustu fréttum frá skólanum, Upplýsingar eru helstu upplýsingar o.s.f.v.)  Aftur á móti eru nokkur atriði sem er gott að vita af.

Til að sækja Grandaskólaappið verður að sækja það í gegnum „Piota Schools“ í Appstore/Googleplay og þar þarf að skrá inn nafnið Grandaskóli og þá er hægt að downloada appinu.

Upphafssíða:

Viðburðir.  Upplýsingarnar á síðunni er hægt að skoða annað hvort sem dagatal eða lista.  Viðmótinu er breytt með því að smella á stillinga takkann uppi í hægra horninu. Hægt er að fá viðburð skráðan í þitt eigið dagatal með því að smella á „dagatal plús“ táknið.

Tímalína.  Þetta er listi yfir þau skilaboð sem þú hefur fengið og sem þú hefur sent.  Hér getur þú séð hvaða skilaboð hafa borist síðan þú opnaðir appið síðast.

Meira.  Hér opnast nýtt yfirlit með fleiri möguleikum:

Stillingar.  Hér er hægt að velja hvaða skilaboð þú færð í símann svo að þú fáir þær upplýsingar sem snúa að þínu barni og veru þess í skólanum.

Þegar þú sækir appið þarftu að:

1. Opna Stillingar og velja þá hópa sem þú hefur áhuga á.  Haldið „Allir“ hópnum virkum þar sem þetta eru mikilvægar upplýsingar sem skipta máli fyrir alla í skólanum.

2. Opna Viðburði og bæta þeim viðburðum sem þú vilt fá áminningar um í þitt eigið dagatal.

3. Appið er hannað til þess að hægt sé að nálgast allar mikilvægar upplýsingar um skólann á einum aðgengilegum stað.

Ef íslenskar stillingar virka ekki í Apple iOS 8 þarf að breyta þessum stillingum

– farið í phone Settings / General / Language & Region

– iPhone Language is English

– breytið Preferred Language Order með Icelandic í toppnum með því að velja Edit

– færið Icelandic upp í Preferred Language Order og smellið Done

– síminn / tækið mun þá endurstillast með íslensku sem aðal tungumál.