Skip to content

Kennsluhættir

Skolabyrjun_2018 (45)

Kennsluhættir

Í Grandaskóla leggjum við okkur fram um að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda. Markmið skólastarfsins í Grandaskóla er að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi fjölbreytileika. Í samfélagi fjölbreytileika sem við lifum í, er þörf á að ala börn upp í því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Grandaskóli hefur á að skipa hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur sig fram um að ná sem bestum árangri með nemendur sína í samræmi við þær áherslur sem skólinn hefur sett að leiðarljósi.

Í skólanum er lögð áhersla á samstarf við foreldra með velferð nemenda að leiðarljósi. Samfélag skólans samanstendur af einstöku stuðningsneti foreldra. Foreldrar veita skólanum ómetanlegan stuðning í því starfi sem þar fer fram. Við skólann starfar vikt foreldrafélag sem gefur góðan vitnisburð um jákvæð viðhorf í garð skólans. Slíkt má aldrei vanmeta þegar kemur að þeim árangri sem skóli nær í sínu starfi.

Í Grandaskóla er lögð áhersla á samvinnu allra sem bera ábyrgð á námi og vellíðan nemenda. Samvinna og samábyrgð eru því lykið hugtök í skólastefnu skólans. Þetta eru hugtök sem allt skólasamfélagið þarf að tileinka sér að vinna samkvæmt. Með góðri samvinnu og með því að taka sameiginlega ábyrgð á því hvert við viljum stefna, náum við góðum árangri í námi og starfi.