Skip to content

Lestrarstefna

IMG_2079

Lestrarstefna grunnskóla í Vesturbænum

Hér að neðan er sameiginleg lestrarstefna Grandaskóla, Hagaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Lestrarstefnan er afrakstur þróunarverkefnisins Vesturbæjarlestur  sem byggir á sameiginlegum verkefnum tengdum læsi í hverfinu. Markmið verkefnisins er að efla læsi nemenda í víðum skilningi í samræmi við áherslur nýrrar aðalnámskrár og nýrrar lestrarstefnu Reykjavíkurborgar. Þar sem þrír barnaskólar eru í hverfinu sem og safnskóli á unglingastigi er mikilvægt að skólarnir vinni saman þannig að samfella verði í námi nemenda skólanna. Óumdeilt er að lestur er lykill að öllu námi og því þarf lestrarkennsla og lestrarþjálfun að vera fjölbreytt og markviss. Ritun gegnir einnig sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi fólks með tilkomu ýmissa samskiptamiðla og því er mikilvægt að efla lestur og ritun á öllum aldursstigum grunnskólans. Þeim leiðum sem nota má í skólastarfi til að efla læsi nemenda hefur fjölgað og þeir hafa nú aðgang að ýmiss konar tækni til að nota í samskiptum og námi. Því er lögð áhersla á að nemendur læri að nýta sér nýjustu tækni til þess að að efla lestur sinn og lesskilning auk þess sem áhersla er lögð á þjálfun lestrar og ritunar í hefðbundnum skilningi.

Lestrarstefna_vesturbæjar