Skip to content
IMG_2117

Olweus
Starfsfólk Grandaskóla tekur þátt í eineltisátaki í anda Olweus. Meginmarkmið átaksins er
endurskipulagning núverandi félagslegs umhverfis, þ.e. að skapa andrúmsloft sem einkennist
af alúð, hlýju og áhuga hinna fullorðnu en jafnframt ákveðnum römmum vegna óviðunandi
atferlis. Átakið er bæði til að taka á einelti ef það er komið af stað og að fyrirbyggja einelti.
Umsjónarmaður verkefnisins er Halla Magnúsdóttir, deildarstjóri.
Olweusaráætlunin nær til tveggja skólaára og alls starfsfólks skólans. Á tímabilinu hittast
starfsmenn reglulega í umræðuhópum og tileinka sér námsefni og aðferðir. Jafnframt er
viðamikil könnun um einelti lögð fyrir tvisvar sinnum á tímabilinu; í nóvember og á
sama tíma að ári.

Sjá má ítarlega umfjöllun um Olweus-aðgerðaráætlun á www.olweus.is að skoða hvert mál fyrir sig.