Skip to content

Sérkennsla

IMG_2109

Sérkennsla

Hvað er sérkennsla?

Samkvæmt starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík 2007 er lögð áhersla á hugmyndafræði skólastefnunnar ,, skóli án aðgreiningar”.  Megininntak hennar er að: Sérhver nemandi eigi rétt á að ganga í sinn heimaskóla, fá kennslu við hæfi þar sem hæfileikar hans fái að njóta sín og hann sé virtur og viðurkenndur sem fullgildur meðlimur skólasamfélagsins.

Sérkennslan er ein af leiðum skólans til að koma til móts við námsþarfir nemenda sem af einhverjum orsökum þurfa sérstakan stuðning í námi. Framkvæmd sérkennslunnar er með fjölbreyttum hætti.

Hún getur falið í sér verulega breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum

og / eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum er boðið upp á.

Sérkennsla er skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans, jafnvel alla skólagöngu hans. Kennsla einstakra nemenda eða nemendahópa fer ýmist fram innan eða utan almennra bekkjardeilda, í námsveri eða tónmenntastofum.

Viðfangsefni sérkennslunnar eru einkum:

Móðurmál: lestur, málþroski þ.e. tjáning,hlustun, framburður og skilningur, skrift, stafsetning.

Stærðfræði.

Lesgreinar í eldri bekkjum.

Talkennsla.

Tónmennt. Þjálfun í hlustun, hreyfingu, spilun og þeim þáttum sem því tengjast,

s.s. einbeitingu, skipulagi, þurfa að koma fram og tjá sig.

Mat á sérkennsluþörf

Flestir þeir sem sinna sérkennslunni innan skólans hafa hlotið til þess sérstaka menntun og geta með ýmsum sértækum prófum og rannsóknum metið stöðu nemenda,  Einstaklingspróf af þessu tagi eru ekki lögð fyrir nemendur nema með tilvísun frá kennara og í samráði við foreldra.

Þess utan eru sérfræðingar og stofnanir utan og innan skólakerfisins sem sinna greiningum sem lagðar eru til grundvallar námi nemenda.

Helstu erfiðleikar sem nemendur eiga við að etja eru:

Mál/talörðugleikar.

Lestrarörðugleikar.

Skriftarörðugleikar

Stafsetningarörðugleikar

Stærðfræðiörðugleikar.

Skert hreyfifærni.

Hefur dvalið langdvölum erlendis.

Nýbúi, þarf kennslu í íslensku.

Annað.

Skimunarpróf

Árlega eru ýmis skimunar- og könnunarpróf eru lögð fyrir alla nemendur hvers árgangs af sér/stuðningskennurum skólans.  Niðurstöðurnar eru oft grunnur að frekari greiningum eða einstaklingsmiðaðri námskrá. Þessi próf eru:

 Í 1. bekk        

Íþróttakennari athugar hreyfiþroska hjá öllum 6 ára nemendum (MOT 4-6).

Lesskimunin, Læsi 1 eftir Guðmundur B. Kristmundsson og Þóru Kristinsdóttur, að vori.

Boehm próf sem metur hugtakaskilning barna, að hausti.

Í 2. bekk        

Aston  Index stafsetningarpróf haust og vor,

Lestur 1 e. Kristínu Aðalsteinsdóttur í janúar.

Læsi 2, Guðmundur B. Kristmundsson

Í 3. bekk        

Aston Index stafsetningakönnun, haust og vor,

L.H 60 Lesskilningskönnunin  í október.

Í 4. bekk        

Aston Index stafsetningakönnun,  haust og vor,

L.H 60 Lesskilningskönnunin  í október

Í 5. bekk        

Aston Index, stafsetningakönnun, haust og vor.

L.H 40 Lesskilningskönnunin  í október

Í 6. bekk        

Aston Index, stafsetningakönnun, haust og vor.

L.H 40 Lesskilningskönnunin  í október

Í 7. bekk        

Aston Index, stafsetningakönnun,  haust og vor.

Hverjir njóta sérkennslu?

Nemendur fá sérkennslu/stuðning að undangengnu mati/greiningu bekkjarkennara, sérkennara, sálfræðings og/ eða annarra aðila innan skólans í samráði við foreldra.

Ef nemandinn þarf mikla aðstoð eða er fatlaður er unnin einstaklingsnámskrá.  Hana vinna kennarar í samráði við sérkennara og foreldra. Einstaklingsnámskráin byggir á Aðalnámskrá/skólanámskrá en felur oft í sér veruleg frávik frá henni og tekur til markmiða, inntaks og leiða, og námsmats fyrir ákveðið tímabil.  Til grundvallar einstaklingsnámskránni eru einnig lagðar viðmið, (s.s. lestrarhraði), greiningar og niðurstöður skimunarprófa.

Úrræði

a) stuðningur inn í bekk

b) einstaklingsstuðningur inn í bekk/námsveri

c) hópkennsla inni í bekk/námsveri

d) greining og ráðgjöf

e) sálfræðiþjónusta

f) heilsugæsla

g) talkennsla

h) tónmenntarauki

j)  námsver þar sem fram fer kennsla nemenda með ýmiss konar náms- og hegðunarvanda.  Tilgangur með námsverinu er þrenns konar: a) ráðgjöf og stuðningur fyrir kennara, b) sérkennsla fyrir nemendur sem þurfa tímabundna aðstoð utan bekkjar, c) Sérkennsla fyrir nemendur sem þurfa kennslu að mestu leyti utan bekkjar samkvæmt mati.  Námsver eru staðsett á nokkrum stöðum í skólabyggingunni.

 Frávik vegna próftöku

Vegna samræmdra prófa í 4. og 7.bekk er sótt um frávik til Námsmatsstofnunar. Aðallega er sótt um sérstofu, lengri próftíma, leiðbeiningar lesna á diskum og aðstoð/túlk við nemendur með annað móðurmál en íslensku. Umsóknir okkar byggja á greiningum viðurkenndra aðila en einnig sækjum við um lengri tíma og/eða séraðstæður fyrir nemendur sem við teljum að þurfi á því að halda þó að greining liggi ekki fyrir.

Sótt er um undanþágu vegna töku samræmdra prófa skv. lögum nr. 66/1995 til Menntamálaráðuneytisins.

Þegar niðurstöður samræmdra prófa liggja fyrir eru þær kynntar umsjónarkennurum 4. og 7. bekkjar. Þar er farið vel yfir niðurstöður og gerð áætlun um stuðning fyrir þá sem þurfa. Einnig eru kennarar hvattir til að taka á þeim atriðum sem mætti bæta. Þegar framfaraskýrsla liggur fyrir er haldinn kynning fyrir alla kennara skólans. Í framhaldi af þeirri kynningu fer fram umræða og vinna á deildarfundum  um helstu niðurstöður og leiðir til úrbóta

Almennt komum við til móts við nemendur í skólaprófum með aðstoð stuðningsfulltrúa, lengri próftíma, séraðstæðum og/eða munnlegum prófum. Allt er þetta gert í samráði við umsjónarkennara, sérkennara og foreldra.

Foreldrar

Lögð er áhersla á samstarf og samráð við foreldra barna í sérkennslu.  Foreldrum er boðið uppá sérkennslu og talkennslu og samráð er haft um einstaka greiningar nemenda, er haft við foreldra. Sálfræðingur hefur alltaf samráð við foreldra varðandi þau börn er fá þjónustu sálfræðings skólans.

 Bráðger börn

Í Grandaskóla er leitast við að koma til móts við bráðger börn, þ.e.a.s. þau börn sem sýna framúrskarandi hæfileika á einu eða fleiri sviðum, með einstaklingsmiðuðu námi eins og við verður komið.