Skip to content

Skólasafn

Húsnæði
Skólasafnið er í stjórnunarálmu skólans og er um 150m² og tekur 32 nemendur í sæti.

Safnkostur
Alls eru 25529 bækur á safninu. Þær skiptast í 15452 skáldsögur/ljóð og 8660 fræðibækur. Einnig á safnið; 34 hljómplötur, 813 geisladiska  og 215 DVD diska. Safnið er áskrifandi af 5 tímaritum. Samtals eign safnsins er 25529 eintök.
Þess ber að geta að 5095 bækur hafa verið gefnar safninu og 3035 bækur eru frá Menntamálastofnun af úthlutunarkvóta.

Útlánskerfi
Öll útlán fara fram í GEGNI sem er alhliða bókasafnskerfi sem nær yfir alla starfsþætti safnsins.
1. Nemendur, kennarar og kennslustofur hafa útlánskort og þegar bók hefur verið valin er skanninn látinn lesa á kortið og síðan á bókina.
2. Þegar bókinni er skilað skal hún sett í hillu bekkjarins á skólasafninu, en kennarar setji bækur í kennarahillu.

Reglur
Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Því leggjum við að kennurum að minna nemendur á þær reglur sem gilda á skólasafninu.

1. Öllum er frjálst að skoða og lesa bækur og rit á safninu.
2. Tökum tillit til annarra og göngum rólega um safnið.
3. Förum vel með bækurnar og önnur safngögn.
4. Við setjum safngögnin aftur á sinn stað í hillu eftir að hafa skoðað og lesið.
5. Útlánstími ætti ekki að vera lengri ein einn mánuður.