Skip to content

Vinavika 4. – 8. nóvember

Í næstu viku er Vinavika í Grandaskóla.
Nemendur munu á hverjum degi hafa stutta bekkjarfundi þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að öllum líði vel í skólanum og hvað við getum gert til að svo sé. Grandaskóli er Réttindaskóli Unicef og munum við tengja þessa umræðu við 2. og 6. grein Barnasáttmálans. Önnur grein fjallar m.a.um að öll börn njóti sömu réttinda og sjötta grein fjallar m.a. um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast á eigin forsendum.

Í Vinavikunni er hefð fyrir því að hafa tilbreytingadaga.

Á mánudaginn komum við í ósamstæðum sokkum.

Á þriðjudaginn komum við með skrýtnar húfur eða hárgreiðslu.

Á miðvikudaginn er starfsdagur.

Á föstudaginn er tuskudýradagur.