Skip to content

Vinavika 8. – 12. nóvember

Í næstu viku 8. -12. nóvember er vinavika í Grandaskóla.   

Yfirskrift vikunnar er „Hjálpum hvert öðru“ og er markmið að auka samkennd í hópnum. Nemendur munu reyna að kynnast betur og fleirum, einnig munum við byrja að hitta vinabekkina okkar. Hjálpaliðaverkefnið í 7. bekk hefst þessa viku, þá munu 7. bekkingar aðstoða 1. og 2. bekk fyrir frímínútur með því að aðstoða við að reima, renna og ýmislegt tilfallandi. Einnig munu þau bjóða nemendum að fara í leiki og aðstoða þau ef þarf.

Í tilefni vinavikunnar ætlum við að safna gömlum símum og reyna að koma þeim til gagns. Réttindaráð Grandaskóla hefur gert auglýsingar sem munu hanga í skólanum og kassi verður settur upp fyrir framan ritara til að taka við símum.

Það er hefð fyrir því að vera með tilbreytingardaga þessa viku.

Á mánudaginn – sokka dagur. Skemmtilegir og/eða ósamstæðir sokkar.

Þá förum við út á gervigrasvöllinn hjá KR og ætlum að reyna að mynda hjarta í tilefni dagsins.

Þriðjudagur – skrítnar húfur eða hárgreiðslur

Föstudaginn – tuskudýr og sparinesti. Það þýðir að þú mátt koma með sætabrauð ekki nammi, snakk eða gos.

Við hvetjum ykkur til að nota tækifærið og ræða heima um mikilvægi þess að sýna öllum virðingu og góðmennsku og hvernig við gerum það.