Skip to content

Vorhátíð 2019

Í skólanum var sýndur afrakstur þemadaga þar sem nemendur unnu með greinar úr Barnasáttmálanum og var afraksturinn á göngum skólans og í einstaka stofum.

Grandaskóli hefur í vetur tekið þátt í verkefni í Vesturbænum sem miðar að því að skólinn verði réttindaskóli Unicef.

Réttindaskólinn tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda.

Á þemadögum unnu nemendur fjölmörg verkefni í tengslum við ákveðnar greinar Barnasáttmálans.

Hjólaleikfélagið var með hjólaþrautabraut og hjólalistir.  Wally trúður sýndi listir sínar og í lokin voru grillaðar pylsur í boði foreldrafélagsins.

Skoðið myndir