Skip to content

Ytra mat á skólastarfi

Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Grandaskóla, en samkvæmt lögum um grunnskóla 91/2008 35. gr.- 38. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í grunnskólum. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

Ytra mat fer fram í nokkrum grunnskólum borgarinnar á hverju skólaári samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár er Grandaskóli einn af þeim. Í kjölfar matsins eru niðurstöður birtar í samantekt sem er opinber og greinargerð sem skólinn fær í hendur. Á grundvelli niðurstaðna gerir skólinn umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig unnið verður með veika þætti skólastarfsins sem og þætti sem skólinn hyggst efla enn frekar.

Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um skólastarfið með rýnihópum og vettvangsheimsóknum en auk þess eru gögn skólans og viðhorfskannanir skólans nýttar.

Matið er liður í að styðja og efla skóla og frístundastarf og kemur til viðbótar innra mati skólans.

Notuð eru gæðaviðmið grunnskóla til að leggja mat á skólastarfið en þau eru fyrst og fremst byggð á lögum og reglugerðum um skólastarf og aðalnámskrá grunnskóla. Einn kafli í gæðaviðmiðunum verður metin, kafli um nám og kennslu, en frekari upplýsingar um hann má sjá í gæðaviðmiðum grunnskóla sem eru birt á heimasíðu skóla- og frístundasviðs undir yfirskriftinni mat á skólastarfi, sjá hér.

English