Skip to content

Ytra mat og umbætur

Í lok síðasta árs fór fram ytra mat á Grandaskóla sem var framkvæmt af fulltrúum frá Skóla -og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Matið er talsvert umfangs mikið og byggist á viðmiðum Menntamálaráðuneytis um mat á skólastarfi. Í þetta sinn var eingöngu tekinn fyrir kafli matsins sem snýr að mati á námi og kennslu. Skýrsla sem gerir grein fyrir niðurstöðum matsins er nú aðgengileg á heimasíðu skólans. Niðurstöður hafa verið kynntar innan skólans og jafnframt í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.

Almennt var matið mjög jákvætt fyrir Grandaskóla. Nokkur atriði komu þó fram sem bent er á að skólinn ætti að bregðast við. Í kjölfarið var unnin umbótaáætlun þar sem gerð er áætlun um viðbrögð við þeim ábendingum sem skólinn fékk í kjölfar ytra mats.

Umbótaáætlunin er nú er einnig aðgengileg á heimasíðu skólans.

Skýrsla um ytra mat

Umbótaáætlun

Kveðja

Örn Halldórsson

skólastjóri

Grandaskóla